Verk­efni sem geng­ur und­ir heit­inu Sýn­um karakt­er er nýj­ung í þjálf­un­ar- og íþrótta­mál­um á Íslandi, en verk­efnið er sam­vinnu­verk­efni Ung­menna­fé­lags Íslands (UMFÍ) og Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Íslands (ÍSÍ). Ráðstefna með sama heiti verður hald­in í Há­skól­an­um í Reykja­vík laug­ar­dag­inn 1. októ­ber næst­kom­andi. Ráðstefn­an hefst klukk­an 10:00 og stend­ur til klukk­an 12:30.

Orðsending frá Viðari Halldórssyni um verkefnið:„Árang­ur í íþrótt­um snýst ekki aðeins um lík­am­lega getu. Hann snýst líka um það að leik­menn þurfa að hafa gott hug­ar­far og vera góðir liðsmenn. Með mark­vissri þjálf­un karakt­era í börn­um og ung­menn­um þá styrkj­um við þau fyr­ir lífið, þátt­töku í sam­fé­lag­inu og auk­um líka mögu­leika þeirra inni á íþrótta­vell­in­um.“

Þátt­tak­end­ur á ráðstefn­unni eru eft­ir­tald­ir:

Heim­ir Hall­gríms­son, landsliðsþjálf­ari karla­landsliðs Íslands í knatt­spyrnu
Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir, íþrótta­fræðing­ur, B.S. í sál­fræði og landsliðskona í knatt­spyrnu
Vanda Sig­ur­geirs­dótt­ir, lektor í tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræðum við HÍ
Íris Mist Magnús­dótt­ir, íþrótta­fræðing­ur og landsliðsþjálf­ari í hóp­fim­leik­um
Dr. Hafrún Kristjáns­dótt­ir, íþrótta­sál­fræðing­ur og og lektor á íþrótta­sviði við HR
Dr. Viðar Hall­dórs­son, lektor í fé­lags­fræði við HÍ.

Hlekk­ur á skrán­ing­arsíðu ráðstefn­unn­ar Sýn­um karakt­er má finna hér.