Vikuna 5. – 9. september mun starfsfólk Heimilis og skóla ferðast um Vestfirði og kynna nýjan læsissáttmála samtakanna fyrir foreldrum og skólafólki.

Mánudaginn 5. september heimsækjum við Auðarskóla í Búðardal kl. 16.30 og Reykhólaskóla kl. 19.30.

Þriðjudaginn 6. september heimsækjum við Patreksskóla kl. 17 og og Tálknafjarðarskóla kl. 19.

Miðvikudaginn 7. september heimsækjum við Grunnskóla Bolungarvíkur kl. 18, Súðavíkurskóla kl. 18 og Grunnskólann á Ísafirði kl. 20.

Fimmtudaginn 8. september heimsækjum við Grunnskólann á Hólmavík kl. 18.