Ungmennaráð SAFT stendur fyrir laufléttum leik á Fundi fólksins 2016 þar sem þátttakendur taka afstöðu til hatursfullra ummæla af netinu og ræða ólíkar birtingarmyndir hatursræðu í íslensku nútímasamfélagi. Fundur fólksins er tveggja daga lýðræðishátíð sem haldin verður í Norræna húsinu dgana 2. og 3. september og er hugsuð sem vettvangur samræðna sem geta nýst við ákvarðanatöku í samfélaginu.

Hittið okkur í Umræðutjaldi 2 kl. 16.30 við Norræna húsið, fáið ykkur kleinur og ræðið við okkur um þetta stóra samfélagsmein!