Fréttir og tilkynningar

1.7.2014

Sumarlokun

Þjónustumiðstöð Heimilis og skóla og SAFT verður lokuð vegna sumarleyfa í júlí. Hafið það gott í sumar og njótið þess að vera saman!

11.6.2014

Fræðslupakki um nýja aðalnámskrá fyrir foreldra

Nýlega komu út nýjar aðalnámskrár fyrir leik- grunn- og framhaldsskóla landsins. Aðalnámskrá er rammi utan um allt skólastarf í landinu og er henni ætlað að tryggja börnum og ungmennum góðar aðstæður til náms í samræmi við gildandi lög og menntastefnu. Innan rammans hafa verið skilgreindir sex grunnþættir sem mynda kjarna nýrrar menntastefnu og eru sameiginlegir […]

28.5.2014

Ekkert hatur – Áskorun til fjölmiðla og almennings

Ungmennaráð SAFT og SAMFÉS skora á fjölmiðla sem hafa athugasemdakerfi á síðum sínum að hvetja notendur til ábyrgrar notkunar þeirra. Það má m.a. gera með því að hafa eftirfarandi setningar áberandi í athugasemdakerfinu. 1. „Það sem þú gerir á netinu endurspeglar hver þú ert. Hugsaðu áður en þú setur á netið. Orðum fylgir ábyrgð!“ #Ekkerthatur […]

21.5.2014

Kynningarmyndbönd um störf í byggingar- og málmiðngreinum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út kynningarmyndbönd um störf í byggingar- og málmiðngreinum og eru þau aðgengileg á Youtube. Myndböndin henta vel fyrir nemendur í 10. bekk sem standa fyrir frammi fyrir að taka lokákvörðun um námsval næsta vetur: Smíða Byggja Framleiða Um störfin Eins voru framleidd myndbönd um störf í rafiðnaði: Störf í rafiðnaði […]

16.5.2014

Sveitadagar að vori – heimsókn til handhafa Foreldraverðlauna 2013

Fulltrúar Heimilis og skóla og mennta- og menningarmálaráðuneytis fóru á dögunum í skemmtilega heimsókn í Skagafjörðinn til að kynnast betur verkefninu Sveitadagar að vori í Varmahlíðarskóla en verkefnið hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla árið 2013. Skemmst er frá því að segja að við nutum gestrisni Skagfirðinga í hvívetna og áttum fróðlega dagsstund í Varmahlíðarskóla og […]

12.5.2014

Barnafátækt á Íslandi – Morgunverðarfundur Náum áttum

Á döfinni

Tilkynna ólöglegt efni