Fréttir og tilkynningar

1.9.2014

Breyttur útivistartími

  Í dag, 1. september, tekur útivistartími barna og unglinga breytinum. Börn 12 ára og yngri mega vera úti til kl. 20:00 og börn 13-16 ára til kl. 22:00.

25.8.2014

Nýtt Tímarit Heimilis og skóla

Nýtt Tímarit Heimilis og skóla er komið út og barst félagsmönnum okkar í pósti í síðustu viku. Blaðið er sneisafullt af fróðlegu efni um uppeldis- og skólamál og í því má lesa umfjöllun um kennslu á Barnaspítala Hringsins, nýstárlega skipulagningu náms í Menntaskólanum á Egilsstöðum, rétt barna gagnvart fjölmiðlum og margt fleira. Hægt er að […]

22.8.2014

Göngum í skólann

Nú styttist í að verkefninu Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) verði hleypt af stokkunum í áttunda sinn hér á landi. Verkefnið verður sett miðvikudaginn 10. september og lýkur því formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 8. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og […]

21.8.2014

Vinningshafi í skólatöskuleik

Í gær drógum við í skólatöskuleik Heimilis og skóla og A4. Vinningshafinn er Berglind Ósk Kristjánsdóttir og óskum við henni innilega til hamingju.

20.8.2014

Viltu eiga möguleika á að eignast snjallsíma?

Hér er hægt að skrá sig í samtökin.

11.8.2014

Dreifibréf um sundkennslu í grunnskólum

Við viljum vekja athygli á dreifibréfi Menntamálaráðuneytisins um sundkennslu í grunnskólum. Í því er farið yfir hæfniskröfur sundkennara, fjölda nemenda og önnur atriði er varða öryggi í sundkennslu. Þar stendur m.a. : “Ef nemendur eru fleiri en 15 í sundtíma þá gerir mennta- og menningarmálaráðuneytið þá kröfu að kennari hafi með sér aðstoðarmann í sundtímanum. […]