Fréttir og tilkynningar

24.8.2015

Viðbrögð við áskorun Barnaheilla um gjaldfrjálsan grunnskóla

Heimili og skóli – landssamtök foreldra taka undir áskorun Barnaheilla um gjaldfrjálsan grunnskóla á Ísland. Líkt og segir í áskoruninni eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest. Þar er jafnframt kveðið á um að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem […]

20.8.2015

Foreldranámskeið – Uppeldi sem virkar

20.8.2015

Smásagnasamkeppni í tilefni Alþjóðadags kennara

  Kennarasamband Íslands í samstarfi við Heimili og skóla efnir til smásagnasamkeppni meðal nemenda í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum. Tilefni smásagnasamkeppninnar er Alþjóðadagur kennara sem haldinn er hátíðlegur 5. október um allan heim. Þema smásagnasamkeppninnar er Kennarinn og eru efnistök frjáls. Smásagan má þó ekki hafa birst opinberlega og ekki vera lengri en 3.000 orð. […]

30.6.2015

Sumarlokun – Opnum aftur 4. ágúst

Þjónustumiðstöð Heimilis og skóla verður lokuð í júlí vegna sumarleyfa. Opnum aftur eftir verslunarmannahelgi. Njótið samverunnar í sumar!

11.6.2015

Málþing um hatursræðu á Fundi fólksins

Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat […]

3.6.2015

Undirritun samstarfssamnings við 3 ráðuneyti

Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Rauði kross Íslands, Ríkislögreglustjóri og Barnaheill – Save the Children á Íslandi skrifuðu í dag undir samning við þrjú ráðuneyti mennta- og menningarmála-, innanríkis- og velferðarmála um stuðning við starfsemi SAFT verkefnisins til ársloka 2016. Samningurinn var undirritaður í Sjálandsskóla í Garðabæ, miðvikudaginn 3. júní 2015. Heimili og skóli […]