Fréttir og tilkynningar

2.10.2015

Málþing um læsi í Háskólanum á Akureyri

Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri efnir til málþings um læsi laugardaginn 10. október 2015 á Akureyri. Markmið málþingsins er að skapa vettvang fyrir málefnalega umræðu um fjölbreyttar og árangursríkar aðferðir í læsiskennslu og matsaðferðir sem meta þá hæfni sem stefnt er að og aðalnámskrá kveður á um. Á málþinginu verður lögð áhersla á að […]

27.9.2015

Þjónustumiðstöð lokuð mánudaginn 28. september

Þjónustumiðstöð Heimilis og skóla verður lokuð mánudaginn 28. september vegna fundahalda og fræðsluherferðar Heimilis og skóla og SAFT á Norðausturlandi. Enginn verður við símann en hægt er að senda okkur línu á heimiliogskoli@heimiliogskoli.is.

27.9.2015

Ályktun stjórnar Heimilis og skóla um endurnýjun gervigrasvalla vegna eiturefna í dekkjakurli

Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra fer fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir í ljósi upplýsinga um að dekkjakurl á fótboltavöllum innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Foreldrar barna sem stunda fótbolta hafa orðið varir við svart kurl sem berst inn á heimilið með ungum fótboltaiðkendum og […]

25.9.2015

Framúrskarandi skólaumhverfi – Ráðstefna og vinnustofa í Hörpu 28. september

21.9.2015

Formenn norrænna foreldrasamtaka funda í Reykjavík

NOKO, Nordisk Komitté, er samstarfsvettvangur foreldrasamtaka á Norðurlöndunum og 17. – 18. september funduðu formenn samtakanna ásamt ritara NOKO og framkvæmdastjóra Heimilis og skóla á Íslandi. Formönnunum var boðið í heimsókn í mennta- og menningarmálaráðuneytið þar sem þeir fengu að kynnast þeim læsisumbótum sem ráðuneytið stendur fyrir sem og vinnu við innleiðingu nýrrar aðalnámskrár og […]

17.9.2015

Nýtt námsmat við lok grunnskólans

Nýlega komu út nýjar aðalnámskrár fyrir leik- grunn- og framhaldsskóla landsins. Aðalnámskrá er rammi utan um allt skólastarf í landinu og er henni ætlað að tryggja börnum og ungmennum góðar aðstæður til náms í samræmi við gildandi lög og menntastefnu. Innan rammans hafa verið skilgreindir sex grunnþættir sem mynda kjarna nýrrar menntastefnu og eru sameiginlegir […]

Á döfinni

Tilkynna ólöglegt efni