Fréttir og tilkynningar

10.12.2014

Óskað eftir tilnefningum til Orðsporsins 2015

Vakin er athygli á Degi leikskólans sem haldinn verður hátíðlegur í áttunda sinn þann 6. febrúar 2015. Samstarfsaðilar um Dag leikskólans eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli – landssamtök foreldra. Á Degi leikskólans síðastliðin tvö ár hefur viðurkenningin Orðsporið verið veitt þeim sem þótt hafa […]

10.12.2014

Alþjóðlegi mannréttindadagurinn

Í dag er Alþjóðlegi mannréttindadagurinn haldinn hátíðlegur. Slagorð dagsins að þessu sinni er Réttindi 365 til þess að minna okkur á það að hver einasti dagur er mannréttindadagur og heldur hugmynd mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna á lofti um að mannréttindi hvers og eins okkar, hvar sem við erum stödd, séu alltaf í gildi og að þau […]

20.11.2014

Allir snjallir – upptökur frá Foreldradeginum

Föstudaginn 31. október sl. héldu Heimili og skóli Foreldradaginn hátíðlegan í fjórða sinn með því að blása til ráðstefnunnar Allir snjallir – snjallir foreldrar, snjallir nemendur, snjallir kennarar, snjallir skólar á Grand hotel. Ráðstefnan var afar vel sótt og heppnaðist með ágætum. Yfirskrift Foreldradagsins tengdist notkun snjalltækja í skólum en hún hefur verið í deiglunni […]

19.11.2014

Foreldrar og forvarnir á Ísafirði

Fræðslufundaherferð Heimilis og skóla, SAFT og Vímulausrar æsku – foreldrahúss heldur áfram. Þriðjudaginn 25. nóvember heimsækjum við Ísafjörð og höldum forvarnarerindi á sal Grunnskóla Ísafjarðar kl. 20.00. Boðið verður upp á fjölbreytt fræðsluerindi fyrir foreldra um gildi og ávinning farsæls foreldrasamstarfs (þ.a.m.t. verður Foreldrasáttmálinn kynntur), SAFT-fræðslu um netöryggi og ábyrga og jákvæða netnotkun barna og […]

17.11.2014

Fyrsti farsími barnanna okkar

Heimili og skóli gáfu nýlega út bækling um fyrsta farsíma barnanna okkar í samstarfi við Símann. Í bæklingnum er að finna góð ráð um atriði sem hafa ber í huga þegar börn fá sinn fyrsta farsíma; s.s. hvort betra sé að vera í frelsi eða áskrift, hvort notast sé við þráðlaust net eða 3G/4G, ábyrga […]

17.11.2014

25 ára afmæli Barnasáttmála SÞ

Nánari upplýsingar er að finna hér.