Fréttir og tilkynningar

12.9.2014

Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum

Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum er nú aðgengileg á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytis. Handbókin er unnin í samvinnu mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga með stoð í lögum um leikskóla nr. 90/2008 og reglugerð um starfsumhverfi leikskóla nr. 655/2009. Í reglugerðinni segir að sveitarstjórn skuli útbúa handbók fyrir starfsfólk leikskóla með […]

11.9.2014

SAFT fræðsla fyrir alla 6. bekkinga í Reykjavík

  Heimili og skóli og SAFT hafa nýlega hlotið styrk til til þess að standa að fræðslu um jákvæða og örugga netnotkun barna í 6. bekk í Reykjavík. Rannsóknir sýna að á þessum aldri er netnotkun orðin hluti af þeirra daglega lífi. Mörg börn eiga snjallsíma sem býður þeim upp á að vera nettengd allan […]

1.9.2014

Breyttur útivistartími

  Í dag, 1. september, tekur útivistartími barna og unglinga breytinum. Börn 12 ára og yngri mega vera úti til kl. 20:00 og börn 13-16 ára til kl. 22:00.

25.8.2014

Nýtt Tímarit Heimilis og skóla

Nýtt Tímarit Heimilis og skóla er komið út og barst félagsmönnum okkar í pósti í síðustu viku. Blaðið er sneisafullt af fróðlegu efni um uppeldis- og skólamál og í því má lesa umfjöllun um kennslu á Barnaspítala Hringsins, nýstárlega skipulagningu náms í Menntaskólanum á Egilsstöðum, rétt barna gagnvart fjölmiðlum og margt fleira. Hægt er að […]

22.8.2014

Göngum í skólann

Nú styttist í að verkefninu Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) verði hleypt af stokkunum í áttunda sinn hér á landi. Verkefnið verður sett miðvikudaginn 10. september og lýkur því formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 8. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og […]

21.8.2014

Vinningshafi í skólatöskuleik

Í gær drógum við í skólatöskuleik Heimilis og skóla og A4. Vinningshafinn er Berglind Ósk Kristjánsdóttir og óskum við henni innilega til hamingju.