Fréttir og tilkynningar

24.10.2014

Foreldrar – framhaldsskólinn – forvarnir – málþing

Þann 30. október n.k. stöndum við hjá Heimili og skóla í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Rannsóknir og greiningu fyrir málþingi um foreldrastarf og forvarnir í framhaldsskólum frá kl. 9.30 til 15.00 í húsnæði KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík. Á dagskrá eru spennandi erindi, m.a. fáum við kynningu á niðurstöðum úr […]

24.10.2014

Allir snjallir – ráðstefna um snjalltækjanotkun í skólum á Grand hotel

21.10.2014

VIKA 43 – lífsstíll, sjálfsmynd og forvarnir í heimabyggð

  Vika 43, forvarnaverkefni Samstarfsráðs um forvarnir, hófst mánudaginn 20. október. Í vikunni er kastljósi beint að ýmsu er varðar félagsstarf meðal barna og ungmenna, lífsstíl og sjálfsmynd og vakin athygli á því góða starfi með ungu fólki sem lítur að forvörnum í nærsamfélaginu (heimabyggð). Alla daga vikunnar verður vakin athygli á virkri þátttöku barna […]

17.10.2014

Opið samráðsferli um breytingar á lögum er varða frístundaheimili

Starfshópur um málefni frístundaheimila fyrir nemendur á grunnskólastigi hefur afhent mennta- og menningarmálaráðherra greinargerð ásamt tillögu að breytingu á 33. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008. Einnig fylgdi skýrsla með niðurstöðum könnunar um starfsemi frístundaheimila sem unnin var sl. vetur á vegum starfshópsins á frístundaheimilum og er aðgengileg á vef ráðuneytisins.   Ráðherra stofnaði starfshópinn […]

16.10.2014

Leiðbeiningar fyrir leik- og grunnskóla vegna gosmengunar

Mynd: ruv.is Almannavarnir, Umhverfisstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Sóttvarnalæknir hafa fengið nokkuð af fyrirspurnum frá leik- og grunnskólum um hvar upplýsingar megi finna varðandi gosmengunina. Almannavarnir gefa út tilkynningar þegar háir mengunartoppar ganga yfir og nauðsynlegt er að fólk haldi sig inni og loki gluggum. Athugið að mengunartoppar ganga jafnan hratt fyrir. Það breytir ekki […]

2.10.2014

Lestrarátak Ævars vísindamanns

  Lestrarátak Ævars vísindamanns er tilraun til þess að kveikja áhuga barna í 1. – 7. bekk í grunnskólum landsins á lestri. Átakið verður frá 1. október 2014 – 1. febrúar 2015 og er hugarfóstur Ævars Þórs Benediktssonar. Þátttakendur í átakinu lesa og kvitta fyrir hverja bók á sérstakan miða. Þegar barnið hefur lesið þrjár […]