Fréttir og tilkynningar

30.6.2016

Sumarlokun þjónustumiðstöðvar Heimilis og skóla

Þjónustumiðstöð Heimilis og skóla verður lokuð frá fimmtudeginum 7. júlí til þriðjudagsins 2. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks.

22.6.2016

Sumarlestrarbingó Heimilis og skóla

Heimili og skóli hafa útbúið sumarlestrarbingó enda er mikilvægt fyrir börn að missa ekki niður lestrarfærni þegar þau eru í fríi. Allir hafa 15 mínútur á dag aflögu og þá er eins gott að draga fram bingóspjöldin! Lestrarbingóið má nálgast í prentupplausn hér: Lestrarbingo-sumar2016_01 Lestrarbingo-sumar2016_02

10.6.2016

Nýir tímar – Kynningarrit um breytingar sem nú standa yfir í grunnskólum landsins

Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf nýverið út kynningarrit sem útskýrir helstu breytingar sem nú standa yfir í grunnskólum landsins. Þar fjallað um nýtt einkunnakerfi og aukna áherslu á hæfni og læsi og leitað svara við spurningum á borð við Hvað er átt við með hæfni? Af hverju bókstafir í stað tölustafa?

3.6.2016

Kynningarbréf um Læsissáttmála Heimilis og skóla

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli – landssamtök foreldra innsigluðu með samningi í janúar sl. samkomulag um læsissáttmála fyrir foreldra. Áður hafði Þjóðarsáttmáli um læsi verið undirritaður af mennta- og menningarmálaráðherra, fulltrúum sveitarfélaga og Heimilis og skóla í öllum sveitarfélögum landsins. Með undirrituninni staðfestu þeir sameiginlegan skilning á mikilvægi læsis til virkrar þátttöku í […]

30.5.2016

Orðstír deyr aldregi… Málþing um stafræna borgaravitund í menntun og uppeldi

Málþingið verður 2. júní 2016 kl. 14-17 í Hamri í aðalbyggingu Menntavísindasviðs (MVS) Háskóla Íslands við Stakkahlíð í Reykjavík. Á málþinginu verður fjallað um borgaravitund, tækniþróun og framtíð menntunar. Rætt verður um ýmis málefni sem tengjast uppvexti og menntun, námi, kennslu og starfsþróun í tengdum heimi, svo sem netorðstír, stafræn réttindi og stefnumótun. Aðstandendur málþingsins […]

27.5.2016

Kynning á niðurstöðum foreldrakönnunnar í framhaldsskólum, sem unnin var að frumkvæði SAMAN-hópsins

18 ára ábyrgð á börnunum okkar eru ekki innantóm orð, nærgætni, virðing og handleiðsla foreldra skiptir máli – áherslur SAMAN-hópsins í ljósi niðurstaðna könnunarinnar: Samvera barna og foreldra er besta forvörnin/GAMAN SAMAN/Söfnum góðum minningum saman/fjölskyldan saman á tímamótum/samvera er besta jólagjöfin/samvera skapar góð tengsl/saman í sólinni: Samverustundir foreldra og ungmenna hafa mikið forvarnagildi varðandi áhættuhegðun […]

Á döfinni

7. júlí - 2. ágúst

Sumarlokun þjónustumiðstöðvar Heimilis og skóla

Tilkynna ólöglegt efni