Fréttir og tilkynningar

30.6.2015

Sumarlokun – Opnum aftur 4. ágúst

Þjónustumiðstöð Heimilis og skóla verður lokuð í júlí vegna sumarleyfa. Opnum aftur eftir verslunarmannahelgi. Njótið samverunnar í sumar!

11.6.2015

Málþing um hatursræðu á Fundi fólksins

Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat […]

3.6.2015

Undirritun samstarfssamnings við 3 ráðuneyti

Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Rauði kross Íslands, Ríkislögreglustjóri og Barnaheill – Save the Children á Íslandi skrifuðu í dag undir samning við þrjú ráðuneyti mennta- og menningarmála-, innanríkis- og velferðarmála um stuðning við starfsemi SAFT verkefnisins til ársloka 2016. Samningurinn var undirritaður í Sjálandsskóla í Garðabæ, miðvikudaginn 3. júní 2015. Heimili og skóli […]

28.5.2015

Málþing um kannabis mánudaginn 1. júní á Grand hotel

Fræðslumálþing um kannabis verður haldið mánudaginn 1. júní nk. á Grand Hotel í Reykjavík frá kl. 9. – 16 á vegum FRÆ – félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu. Umræðan um kannabis er fyrirferðamikil í samfélaginu og því tímabært fyrir okkur að kynnast því sem máli skiptir þegar rætt er um kannabisneyslu, afglæðavæðingu og lögleyfingu. […]

20.5.2015

Gleðileikarnir hljóta Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2015

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 20. sinn í dag við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Anna Margrét Sigurðardóttir, formaður Heimilis og skóla, afhenti verðlaunin ásamt Gísla H. Guðlaugssyni, formanni dómnefndar. Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, forfallaðist því miður en aðstoðarmaður hans, Sigríður Hallgrímsdóttir, flutti ávarp fyrir hans hönd. Gleðileikarnir […]

18.5.2015

Hádegisfyrirlestur um núvitund í skólastarfi

Við viljum vekja athygli  á hádegisfyrirlestri sem fer fram þriðjudaginn 19. maí. Á þessum fyrirlestri mun ein þekktasta fræðakona á sviði núvitundar í skólastarfi fjalla um núvitund, samkennd og vellíðan. Aðgangur er ókeypis og er í boði Endurmenntunar HÍ og Embættis Landlæknis Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 12 og fer fram í húsakynnum Endurmenntunar að Dunhaga […]

Á döfinni

4. ágúst

Sumarlokun – Opnum aftur 4. ágúst

Tilkynna ólöglegt efni