Fréttir og tilkynningar

24.4.2015

Vel heppnaður aðalfundur

Aðalfundur Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra var haldinn miðvikudaginn 22. apríl kl. 17 á sal SAMFOK að Háaleitisbraut 13.Um tuttugu gestir mættu og var fundarstjórn í höndum Ragnars F Valssonar. Anna Margrét Sigurðardóttir formaður samtakanna kynnti árskýrslu og ársreikning 2014 og lagði fram til samþykktar. Gengið var til stjórnarkosninga og kosið í tvær lausar […]

15.4.2015

Viskubrunnur á Seyðisfirði

Verkefnið Viskubrunnur hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla árið 2014. Formaður og framkvæmdastjóri Heimilis og skóla fóru 8. apríl sl. í heimsókn á Seyðisfjörð ásamt mennta- og menningarmálaráðherra, aðstoðarmanni ráðherra, Sigríði Hallgrímsdóttur og Guðna Olgeirssyni, sérfræðingi í ráðuneytinu. Sú hefð hefur skapast að Heimili og skóli heimsæki vinningshafa ásamt ráðherra og fulltrúum úr ráðuneytinu í því […]

13.4.2015

Foreldrar og forvarnir í Ártúnsskóla í Reykjavík

Heimili og skóli og SAFT hafa í samstarfi við Foreldrahús – Vímulausa æsku staðið fyrir fyrirlestraherferðinni Foreldrar og forvarnir hringinn í kring um landið síðastliðna mánuði þar sem boðið er upp á fjölbreytt fræðsluerindi fyrir foreldra um gildi og ávinning farsæls foreldrasamstarfs (þ.a.m.t. verður Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla kynntur), SAFT-fræðslu um rafrænt uppeldi og ábyrga […]

1.4.2015

Aðalfundur Heimilis og skóla 2015

31.3.2015

Einelti: úrræði og forvarnir – Morgunverðarfundur Náum áttum 15. apríl

30.3.2015

Viðmið um skólareglur grunnskóla

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa í samráði við aðila skólasamfélagsins útbúið almenn viðmið um skólareglur. Starfshópur sem skipaður var fulltrúum skólastjóra, mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga vann að gerð viðmiðanna en reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum nr. 1040 frá 2011 kallar á leiðbeiningar og verklagsreglur. Á […]